top of page
ArnþórogBjarki_06.jpg

ARNÞÓR & BJARKI

Eru tveir æskuvinir frá Akranesi sem ákváðu haustið 2022 að láta gamlan draum rætast og koma fram sem tónlistarmenn. Á unglingsárunum runnu leiðir þeirra  saman í gegnum tónlistina og síðan þá hafa þeir gengið saman í gegnum allskonar ævintýri tengt tónlist. Saman hafa þeir stofnað og verið í ýmsum hljómsveitum, spilað og sungið á allskyns viðburðum, og einhvern veginn alltaf haldist saman. Þeir vega hvorn annan upp í sínum verkefnum og skila hlutunum af sér af mikilli gleði og samviskusemi. Eftir smá lægð í tónlist á þrítugsaldrinum snúa þeir aftur á sjónarsviðið og vekja jákvæða athygli hvar sem þeir mæta, hvort sem það sé sem trúbadorar í partýum eða með útgefinni tónlist. Þeir taka að sér allskonar verkefni svo ekki hika við að hafa samband ef þú ert að skipuleggja viðburð! 

Arnþór Ingi Kristinsson

Frá unga aldri hefur Arnþór verið syngjandi. Á grunnskólaaldri kom hann fram í öllum hæfileikakeppnum, uppsettum söngleikjum og öðrum viðburðum sem í boði voru. Í framhaldsskóla hélt það áfram þar sem Arnþór lék aðalhlutverk í söngleikjum Verzlunarskólans, var í 12:00 sem meðal annars gaf út Viva Verzló, var í skemmtinefnd skólans, og tók þátt í tónlistar og söngvakeppnum.

Eftir framhaldsskóla tók við 4 ára nám í Bandaríkjunum þar sem gítarinn var yfirleitt með í öllum partýum og eitthvað var giggað á sumrin. Eftir útskrift var öll einbeiting sett í fótboltann. Arnþór spilaði með Víking og KR og varð íslandsmeistari með KR-ingum 2019. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk var tekin ákvörðunum að reyna aftur fyrir sér í tónlist.

  • Instagram
Arnthor_03_netið.jpg

Bjarki Sigmundsson

Tónlistarbakterían greip Bjarka snemma og var hann fljótt farinn að kenna sjálfum sér á gítarinn. Ásamt því að vera sjálflærður gítarsnillingur þá lærði Bjarki einnig á bassa í Tónlistarskóla Akraness. Á unglingsárum tók Bjarki þátt í uppsettningu á skólaleikritum og stofnaði bílskúrsbönd sem skyldu spila íslenska sveitaballatónlist. Á framhaldskólaárunum lék Bjarki í allskyns ballhljómsveitum sem söngvari, gítarleikari og bassaleikari. Þá var hann einnig aðalhlutverk í uppsetningu FVA á leikritinu Almoust Famous. Eftir framhaldsskóla kom Bjarki oft fram sem trúbador í Reykjavík og á Akranesi og var yfirleitt hrókur alls fagnaðar í öllum partýum. Svo var stefnan sett á sjúkraþjálfum sem var kláruð með stæl. Eftir sjúkraþjálfunina var tekin ákvörðun að reyna aftur fyrir sér í tónlist.

  • Instagram
Bjarki_01_netið.jpg

© 2025 - Arnþór & Bjarki

bottom of page