top of page

Kyssumst í alla nótt er fyrsta lagið sem við gáfum út. Lagið naut mikilla vinsælda og var í 12 vikur á topplista Bylgjunnar. Lagið er upphaflega Bandarískt Kántrý lag eftir Drake Milligan, með íslenskum texta eftir Arnþór. Upptaka og útsetning: Ásgeir Orri Ásgeirsson.

Meira af hennar ​ást var follow-up lagið okkar. Það er sömuleiðis tökulag frá Bandarísku kántrý og er eftir Russell Dickerson. Vanmetið lag að okkar mati og á mikið inni, það þarf meira af ást.

Upptaka og útsetning: Halldór Gunnar Jónsson

Kántrý Jól er skemmtilegt lag sem við gáfum út með Agli Ploder. Markmiðið var að gefa út létt og jolly lag sem sem væri ekki of jólalegt en samt sem áður jólalag. Lagið er upprunalega eftir Jon Pardi

Upptaka og útsetning: Jón Ólafsson

Sólin fyrir mér er fyrsta frumsamda lagið sem við gefum út. Lagið er samið af Arnþóri og er samið í minningu tengda-ömmu hans, Sóleyjar Stefánsdóttir. Lagið var gefið út sama dag og minningargolfmót hennar fór fram. Lagið er einfalt og beint frá hjartanu.

Upptaka og útsetning: Matthías Stefánsson

© 2025 - Arnþór & Bjarki

bottom of page